top of page

Um Happy Studio

Dans og gleði er okkar fag

Happy Studio eru danskennararnir, einkaþjálfarnir og markþjálfarnir Anna Claessen og Friðrik Agni. Þau bjóða upp á ráðgjöf, einkaþjálfun, námskeið, fyrirlestra og skemmtun.  

 

Sem skemmtikraftar koma þau fram á árshátíðum, brúðkaupum, afmælum og allsstaðar þar sem á að gleðja og kæta. Þau nota aðallega dans sem skemmtiefni og þá bjóða þau upp á sýningaratriði og kennslu samhliða. Dansstílarnir sem þau sýna og kenna eru afar fjölbreyttir og aðlaga þau sig alltaf að tilefnum. Oftast nota þau dansa eins og Zumba og Jallabina sem eru auðveld og skemmtileg dansform sem henta öllum!

 

Þau taka einnig að sér allsherjar veislustjórn fyrir veislur þar sem þau koma fram nokkru sinnum, stýra ræðum,  kenna dans, halda utan um samskipti við skipuleggjendur og matráðsmenn.

Happy Studio byrjaði sem Dans og Kúltúr  og hefur  skipulagt 3 utanlandsferðir og regluleg Danspartý á Hard Rock  og Gauknum þar sem danssýningar og danskennsla ólíkra dansstíla fór fram. Auk þess kenna þau Zumba og Jallabina í World Class, 

Þau vilja gefa af sér. Happy Studio hefur haldið fjöldann allan af danstímum til styrktar góðra málefna (m.a. Blár Apríl, Á allra vörum og Unicef) og bjóða þau oft samtökum að safna pening á viðburðum þeirra. 

Happy Studio vill breiða jákvæðum boðskap og hvetja fólk til að fylgja sinni ástríðu í lífinu og bjóða þau því upp á ráðgjöf og námskeið ásamt  fyrirlestrana ,,Þín eigin leið" og "Úr kulnun í kraft" sem segir sögu Friðriks og Önnu í Happy Studio hvernig þau nálgast lífið, takast á við áskoranir og auðvitað kemur dans með. 

Anna 

,,Þú átt skilið allt það besta”

 

Ég heiti Anna og þekki af eigin reynslu kulnun, þunglyndi og kvíða. Ég er með markþjálfunarréttindi frá Háskólanum í Reykjavík, NBI greiningu og Reiki, NLP (Neurolinguistic Programming), CBT (Cognitive Bahavioral Therapy eða HAM Hugræn Atferlismeðferð), Meðvirkni- , sambands og hamingju markþjálfun. Það eru tól sem kljást við erfiðleika í nútímanum og framtíðinni en  svo býð ég upp á RTT (Rapid Transformational Therapy) meðferðardáleiðslu því ég vil fara í rót erfiðleikanna.

 

Líkamleg heilsa er jafn mikilvæg og andleg heilsa, svo ég starfa einnig sem einkaþjálfari og hóptímakennari (Zumba, Zumbini, Jallabina) hjá World Class, Kramhúsinu og Dans og Jóga. 

 

Vellíðan er númer 1, 2 og 3. Ég hef búið við vanlíðan of lengi og geri allt í mínu valdi til þess að gera lífið betra og skemmtilegra. Ég reis upp frá botninum og ég veit að þú getur það líka.

Viltu vita meira? Heyrðu í mér anna.claessen@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram

Friðrik

,Vertu þinn eigin innblástur”

 

Ég heiti Friðrik Agni. Ég er með MA gráðu í menningarstjórnun og BA gráðu í listrænni stjórnun og hef starfað sem verkefna- og viðburðastjóri síðustu ár hjá m.a. Listahátíð í Reykjavík, Hinu Húsinu og Bókasafni Kópavogs. Út frá þeirri reynslu get ég boðið upp á ráðgjöf í viðburðum og stýrt viðburðum af stóru tagi. Ég hef dansað frá fjögurra ára aldri og er að kenna hóptíma í Happy Studio, World Class og Kramhúsinu ásamt því að skemmta víðsvegar á landinu og út í heimi. Ég hef búið í Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð og Dubai og hef öðlast með því mikla reynslu af að vinna með ólíku fólki.

 

Vellíðan, gleði og draumar eru orð sem tala sterkt til mín og ég vil alltaf gera mitt besta til að líða vel á hverjum degi. Þannig vil ég einnig hjálpa öðrum hvort sem það er með fyrirlestrum, einstaklingsráðgjöf eða námskeiðum. Ég er með réttindi sem NLP Life Coach (Neurolinguistic Programming) og Happiness Coach (Hamingju þjálfari). Með þeirri þekkingu, ásamt eigin reynslu, býð ég upp á leiðsögn þar sem við reynum að skilja í sameiningu hvernig við hugsum og upplifum heiminn og hvernig við getum mögulega breytt eigin hugarfari og venjum til að öðlast meiri gleði og árangur í lífinu.

Viltu vita meira? Heyrðu í mér fridrikagni@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
IMG_4463.JPG
IMG_4464.JPG
bottom of page