Um Happy Studio

Dans og gleði er okkar fag
Happy Studio eru Anna Claessen og Friðrik Agni.
Þau bjóða upp á ráðgjöf, einkaþjálfun, námskeið, fyrirlestra og skemmtun.
Sem skemmtikraftar koma þau fram á árshátíðum, brúðkaupum, afmælum og allsstaðar þar sem á að gleðja og kæta. Þau nota aðallega dans sem skemmtiefni og þá bjóða þau upp á sýningaratriði og kennslu samhliða. Dansstílarnir eru afar fjölbreyttir og aðlaga þau sig alltaf að tilefnum.
Þau taka einnig að sér allsherjar veislustjórn fyrir veislur þar sem þau koma fram nokkru sinnum, stýra ræðum, kenna dans, halda utan um samskipti við skipuleggjendur og matráðsmenn.
Happy Studio byrjaði sem Dans og Kúltúr og hefur skipulagt 3 utanlandsferðir og regluleg Danspartý á Hard Rock og Gauknum þar sem danssýningar og danskennsla ólíkra dansstíla fór fram. Auk þess kenna þau Zumba og Jallabina í World Class.
Þau vilja gefa af sér. Happy Studio hefur haldið fjöldann allan af danstímum til styrktar góðra málefna (m.a. Blár Apríl, Á allra vörum og Unicef) og bjóða þau oft samtökum að safna pening á viðburðum þeirra.
Happy Studio vill breiða jákvæðum boðskap og hvetja fólk til að fylgja sinni ástríðu í lífinu og bjóða þau því upp á ráðgjöf og námskeið ásamt fyrirlestrana ,,Þín eigin leið" og "Úr kulnun í kraft" sem segir sögu Friðriks og Önnu í Happy Studio hvernig þau nálgast lífið, takast á við áskoranir og auðvitað kemur dans með.


