top of page
IMG_4464.JPG

Friðrik Agni Árnason

,Vertu þinn eigin innblástur”

 

Ég heiti Friðrik Agni. Ég er með MA gráðu í menningarstjórnun og BA gráðu í listrænni stjórnun og hef starfað sem verkefna- og viðburðastjóri síðustu ár hjá m.a. Listahátíð í Reykjavík, Hinu Húsinu og Bókasafni Kópavogs. Út frá þeirri reynslu get ég boðið upp á ráðgjöf í viðburðum og stýrt viðburðum af stóru tagi. Ég hef dansað frá fjögurra ára aldri og er að kenna hóptíma í Happy Studio, World Class og Kramhúsinu ásamt því að skemmta víðsvegar á landinu og út í heimi. Ég hef búið í Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð og Dubai og hef öðlast með því mikla reynslu af að vinna með ólíku fólki.

 

Vellíðan, gleði og draumar eru orð sem tala sterkt til mín og ég vil alltaf gera mitt besta til að líða vel á hverjum degi. Þannig vil ég einnig hjálpa öðrum hvort sem það er með fyrirlestrum, einstaklingsráðgjöf eða námskeiðum. Ég er með réttindi sem NLP Life Coach (Neurolinguistic Programming) og Happiness Coach (Hamingju þjálfari). Með þeirri þekkingu, ásamt eigin reynslu, býð ég upp á leiðsögn þar sem við reynum að skilja í sameiningu hvernig við hugsum og upplifum heiminn og hvernig við getum mögulega breytt eigin hugarfari og venjum til að öðlast meiri gleði og árangur í lífinu.

Viltu vita meira? Heyrðu í mér fridrikagni@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page