top of page
60196967_137058917438368_174605654485973

“Þessi ferð fer í flokkinn BESTU FERÐIR LÍFS MÍNS. Hreint út sagt frábær ferð frá upphafi til enda! Íbúðin og öll aðstaðan til fyrirmyndar. Hver dagur var ævintýri.”  Helena Helgadóttir

Dansferð til Krítar með Friðriki Agna og Sigrúnu Kjartans.
25.ágúst - 1.september. 7 nætur

 

Dans, hreyfing og andleg næring verður í fyrirrúmi í þessari ferð sem þú vilt ekki missa af!  Í þessari vikuferð á Krít er fókusinn stilltur á "SJÁLFIÐ". Við setjum okkur sjálf í "fyrsta sætið" og nærum okkur með hreyfingu, samveru, útivist og auðvitað slökun í sólinni. Innifalið í verði er flug með tösku, ferðir til og frá flugvelli á Krít, gisting með morgunmat og öll dagskráin með Friðrik og Sigrúnu.
 

Dagskráin verður fjölbreytt, en við bjóðum upp á daglega danstímar (blanda af Zumba, Jallabina o.fl. danstegundum), jóga, teygjur. bandvefslosun, góða styrktar og mótunar leikfimitíma og léttar gönguferðir. Öll dagskrá sem boðið er upp á er að sjálfsögðu valkvæð og undir hverjum og einum komið hve mikið hann tekur þátt. Hótelið er steinsnar frá ströndinni þar sem einfaldlega er hægt að vera í núinu og leyfa sólinni að leika við sig. 
 

Í þessari ferð mega allir vera bara akkúrat eins og þeir eru! Við hvetjum unga jafnt sem eldri, systkini, vini, vinkonur, pör, frænkur, feðga, mæðgur og alla óháð kyni að koma með okkur. Það eina sem þarf er að vilja njóta lífsins og hafa gaman af smá dansi og hreyfingu. Bæði Friðrik og Sigrún hafa áralanga reynslu af hóptímakennslu, þjálfun og viðburðastýringu. Þau eru bæði Zumbakennarar hjá World Class og með einkaþjálfunarréttindi. Auk þess er Sigrún jóga- og bandvefslosunarkennari og Friðrik NLP- og hamingjumarkþjálfi og Jallabinakennari.

https://vita.is/ferd/dansferd-til-kritar

 

Happy Studio (áður Dans og Kúltúr(hefur farið í þrjár dansferðir, tvær til Spánar og eina til Marokkó.

“Þessi ferð var frábær í alla staði, góð dagskrá og allir svo glaðir og ánægðir. Fararstjórnendur stóðu sig frábærlega og héldu vel utan um hópinn. Hlakka til að koma með í næstu ferð.”
Ingi Hrafn Pálsson

Fyrirspurn um ferðir á happystudioiceland@gmail.com

22045647_10155516765671138_1369302069464
58460415_10101539284723538_8240730755580297216_n.jpg
bottom of page