top of page
personal-training-clients-1.webp

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun inniheldur upphitun, styrktaræfingar og teygjur. Hægt er einnig að biðja um HIIT, yoga, yoga nidra, bandvefslosun eða dansæfingar. 

Fjarþjálfun í gegnum zoom eða raunheimum í World Class (þá þarftu að kaupa kort þar). Tíminn er 30 min.

 

2x í viku 52.000 á mánuði
(6.500 tíminn ef 2x í viku)  

Hægt er að bjóða vini með og deila kostnaðinum)

Einkaþjálfari: Anna Claessen

Guðný R.Ström

„Ég gæti ekki hafa fengið betri þjálfara en Önnu. Ég finn mikinn mun á mér líkamlega jafnt sem andlega og að taka tillit til andlegu hliðarinnar er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt hjá þjálfara. Anna fór vel yfir öll tækin með mér og við fundum saman góðar æfingar og teygjur sem hentuðu mér fullkomlega. Ég hef verið í langan tíma að ströggla við þunglyndi og félagskvíða og ég hef aldrei fundið neinn þjálfara sem sýndi því jafn mikinn skilning og Anna gerði. Hún hafði mikla trú á mér og ég fann hvað hún vildi gera allt til þess að ég næði árangri og að mér sjálfri liði vel.Ég fann að gat treyst henni og finnst ég þess vegna hafa náð enn betri árangri en ég bjóst við og líka á svona stuttum tíma.“  

Jakob Fjólar

“Hún var alltaf mjög orkurík og tilbúin að tala um allt milli himins og jarðar, ef hún var að takast á við nýtt verkefni þá gerði hún alltaf heimavinnuna sína og vann mjög hart að manni liði vel hjá sér.”
“Mjög gott og þægilegt að vera hjá Önnu í þjálfun. Hún er mjög samviskusöm og aðlagar þjálfunina að því sem hentar manni.Ég mæli algjörlega með Önnu, algjör snillingur”
“Hún er einlæg og hefur mjög góða orku. Góð í að hvetja mann áfram. Mjög skemmtileg og hvetjandi. Gefur manni góð ráð og stuðningsrík

Gabríela Auður

“Hún Anna er svo ótrúlega hvetjandi og mikill stuðningur, passaði alltaf upp á að ég væri að gera mitt besta án þess að slasa mig eða gera gömul meiðsl verri, ég náði að vinna upp svo mikinn styrk þar sem ég hreinlega hélt að ég gæti það ekki vegna meiðsla. Einnig er þjálfunin hennar mjög heildstæð og fókusar ekki bara á líkamlega heilsu heldur einnig andlega heilsu!”
“Anna er fagmanneskja sem lét sér annt um líðan mína, hún fékk mig til að láta mér líða vel á líkamsræktarstöð sem ég var áður hrædd við að stíga inn á, hjálpaði mér mikið þegar ég þurfti þess svo sannarlega á að halda og ég bý enn að því. Hún hefur góða nærveru, sýnir þér áhuga, er skemmtileg og hlý

Íris Stefánsdóttir

Úa Sóley Magnúsdóttir

Áslaug Helgadóttir

bottom of page